top of page

Ekki láta viðhorfið stoppa þig


Einu sinni ákvað ég að mitt uppáhaldslag væri „Boulevard of broken dreams“ með Green Day. Þetta ákvað ég áður en ég vissi hvað lagið hét. Mér fannst bara lagið vera kraftmikið og efla mína orku. Þegar ég uppgötvaði að nafnið á laginu væri á íslensku „leið brostinna drauma“ brá mér. Mér fannst ég ekki geta tileinkað mér uppáhaldslag með þessu nafni.



Til að takast á við þetta ákvað ég að annað lag frá þessari uppáhaldshljómsveit minni kæmi sem mitt næsta uppáhaldslag, en það var „Wake me up when September ends“ og að september væri minn draumur í lífinu. Sem sagt að ekki ætti að vekja mig fyrr en lífið tæki enda.



Hver hefur ekki upplifað eithvað sem náði til manns og reyndist síðan vera eithvað allt annað.

Við upplifum okkar líf með misjöfnum hætti. Sumir upplifa það sem „leið brostinna drauma“ og aðrir sem „vektu mig þegar lífinu lýkur“ og njóta þess í botn. Þetta er alltaf spurning um viðhorf og þau gildi sem maður hefur að leiðarljósi. Finnst mér ég vera algjörlega misheppnaður einstaklingur eða er ég einstaklingur sem finnst fá allt í fangið. Það sem skiptir öllu máli í þessu er viðhorfið sem maður hefur. Það sem þarf að hafa í huga er að viðhorfið ræður því hvað kemur til manns.


Það besta við þetta allt, er að við getum hvenær sem er breytt okkar viðhorfum. Við getum ræktað með okkur ný viðhorf og önnur gildi. Það er eins með þetta og okkar viðhorf í lífinu. Þetta er meðvituð ákvörðun sem við tökum. Einu sinni sagði aðili við mig að hann hefði bara tvo valkosti – að vera þungur og niðurdreginn eða reiður og þar sem það væri betra að vera reiður, væri hann reiður alla daga. Þetta er viðhorf sem byggir á því að gefa sjálfum sér bara tvo valkosti og er að sjálfsögðu byggt á röngum grundvelli. Þessi aili hafði þannig viðhorf að enginn jákvæð staða gæti verið í málinu.


Ég hlustaði einu sinni á aðila fara yfir muninn á því hvernig þeir sem ná árangri hugsa og þeir sem ekki ná árangri. Hann sagði að þetta snerist um mismunandi viðhorf. Þegar sá sem ekki nær árangri sér eithvað áhugavert, fer hann að stilla upp í huganum því sem þarf til að geta náð þessu og uppgötvar að hann hefur ekki þetta eða hitt og ákveður að þetta gangi þá ekki upp. Sá sem nær árangri í lífinu sá þetta sama og stillti upp sömu hlutum sem þyrfti til að öðlast það. Þegar hann sá að honum vantaði kunnáttu eða þekkingu til að geta fengið þetta áhugaverða, þá hugsaði hann það sem lista yfir það sem hann þyrfti að gera. Læra þetta eða öðlast þekkingu á þessu, til að ná geta upplifað þetta áhugaverða sem hann hafði séð.

Okkar viðhorf endurspegla nefnilega okkar möguleika til að öðlast eithvað.

Mig langaði til að miðla minni reynslu, þekkingu, upplifun til fólks. Þegar ég fór að hugsa þetta taldi ég að mig vantaði ákveðinn grunn til að gera þetta og án hans gæti þetta ekki gengið upp. Hver var svo þessi grunnur sem mig vantaði? Mér fannst ég ekki hafa menntun til að byggja þetta á s.s. félagsfræði, sálfræði eða eithvað annað. Ég setti því þessa hugmynd til hliðar.


Ég fór síðan að hugsa að gott væri að fá einhvern til að aðstoða mig við að finna út hvernig ég gæti breytt mínum áherslum í lífinu og hvernig ég gæti notið lífsins betur. Fann markþjálfa og sendi tölvupóst með spurningum um hvort markþjálfun gæti hjálpað mér í stöðunni. Það kom ekki svar í nokkur tíma, en svo kom allt í einu boðskort á kynningu um markþjálfunarnám. Þetta var ekki alveg það sem ég hafði hugsað, en lét slag standa og fór á kynninguna. Þar uppgötvaði ég að þetta var það sem ég þurfti til að geta byggt upp minn draum um að miðla minni reynslu, þekkingu, upplifun til fólks á.


Mér var sagt upp vinnu fyrir fimm árum vegna verkefnaskorts og breytinga á áherslum inn á erlenda markaði hjá fyrirtækinu sem ég var að vinna hjá og ég leit á þetta þannig að umheimurinn væri stöðugt að ýta mér ákveðinn hátt í áttina að mínum draumum. Þetta gjörbreytti mínu lífi og í dag hef lokið námi í markþjálfun og starfa sem markþjálfi og rek mannauðsfyrirtæki með samskiptanámskeið. 


Mín viðhorf hafa á síðustu árum gjörbreyst og ég ber ekki kvíða fyrir því sem er framundan. Þó ég hafi ekki fasta vinnu, þá hafði ég draum sem gaf mér lífsfyllingu og með tímanum tekjur til að lifa af. Í þessu fer ég eftir þremur meginreglum sem eru:

  1. vinna við eithvað sem ég hef ástríðu fyrir

  2. að koma minni reynslu til annarra

  3. setja fram eithvað sem ég tel bæta fólk

Hvernig get ég sagt þetta? Jú ...ég byggi þetta á minni reynslu, mínum karkter og minni sögu og það getur enginn nema ég.


Þess vegna hef ég reynsluna af því hvernig breytt viðhorf geta skapað nýjar leiðir og lagt niður veginn að því að upplifa sína drauma. Mitt viðhorf var að vera opinn fyrir því sem kæmi til mín og tengja það síðan mínum draumum.

📷Share on Facebook📷Share on Twitter📷📷📷

bottom of page