top of page

Markþjálfun opnar ný tækifæri


Aldrei áður höfum við gert ráð fyrir svo miklum gæðum í okkar lífi. Við viljum einfaldlega ekki bara " komast af " eða bjargast. Við viljum hamingju, uppfyllingu og fulla upplifun á því sem við viljum vera.


- Ertu á ögrandi tímamótum í þínu lífi?

- Ertu að takast á við miklar breytingar, persónulega eða í starfi?

- Er kominn tími til að taka mikilvægar ákvarðanir?


Ef þú ert á krossgötum á lífsleiðinni, getur verið ómetanlegt að hafa stuðningsaðila. Stuðningsaðila sem getur spurt spurninga, hlusta djúpt og dregið fram hjá þér, hvað raunverulega er mikilvægt – svo þú getir skapað afl til að gera þær breytingar sem þarf til að skila þér meiri gleði og fullnægingu.Þú færð okkar stuðning í:

 • Vera heil/l og trú/r því sem þú ert að velja.

 • Verða allt sem þú getur og vilt verða.

 • Taka vel utanum sjálfa/n þig .

 • Vera virk/ur, frekar en að bregðast við í samskiptum eða kringumstæðum.

 • Þróa framtíðarsýn og áætlun um að komast þangað.

Aldrei áður í sögunni höfum við mannfólkið þurft að taka svo margar ákvarðanir í tengslum við okkar líf. Fortíðin með fyrirsjáanlegum dögum, hlutverkum og starfsferlum er horfið. Við tökum ákvarðanir á hverjum degi um það hvernig við vinnum, hvernig við bregðumst við aðstæðum og hvernig við tengjumst ástvinum okkar.


Eins yndislegt og það er að hafa svo marga kosti í lífinu, gætum við samt upplifað okkur svekkt og rugluð.

Hvernig vitum við hvað færir okkur hamingju? Þarna getur markþjálfun verið afar gagnleg. Markþjálfun getur hjálpað þér að skýra hver þú ert, hver þín gildi eru, hver þín framtíðarsýn er og hvers konar lífi þig langar að lifa. Þá getur markþjálfun veitt þér stuðning og styrk í að gera áætlun og taka þau skref sem þarf til að komast þangað.


Þegar þú ert með eigin gildi og forgangsröðun á hreinu og fylgir þínum dýpstu tilfinningum gagnvart þinni persónulegu sýn – verða þínar ákvarðanir auðveldari og léttara að gera nauðsynlegar breytingar. Lífið flæðir þá samkvæmt  þínum forsendum, vellíðan og skýrleika. Þú upplifir minni baráttu. Þú ert á þægilegan hátt dregin/n til að framkvæma þín markmið og upplifa þínar langanir – í þínu lífi og þínum samböndum.

Markjálfun hjálpar þér að ná þínum markmiðum hraðar. Eithvað sem gæti tekið þig mörg ár að uppgötva eða framkvæma, kemur miklu hraðar þegar þú hefur markþjálfa og aðgerðaráætlun til að fara eftir. Markþjálfun hjálpar þér að finna það sem þú vilt, hvers vegna þú vilt það og sýnir þér hvernig þú kemst þangað sem þú villt vera.


Þegar þú vinnur með markþjálfa lærir þú nákvæmlega hvað þú þarft að gera eða ekki að gera, til að ná þínum markmiðum. Þú getur á einfaldan hátt séð hvers vegna hlutirnir eru eins og þeir eru og hvað þú þarft að gera öðruvísi til að ná betri niðurstöðu. Markþjálfinn þinn og þín persónulega áætlun leiðbeina þér að þínum markmiðum.


Þín markþjálfun er sérhönnuð að þínum óskum, þörfum og markmiðum. Þitt líf er þitt ferðalag og við erum einfaldlega saman í þessu til að ganga úr skugga um að þú sért að lifa því lífi sem er rétt fyrir þig. Allt er mögulegt með þinni eigin orku, þú þarft bara að beina henni í rétta átt.


Markþjálfun getur hjálpað þér að uppgötva:
 • Sjálfa/n þig sem sanna og rétta persónu

 • Þínar þarfir, gildi og markmið

 • Kunnáttu þína, hæfileika og hagsmuni

 • Ástríðu þína, tilgang og verkefni

 • Varanleg og gefandi sambönd

 • Ástríðu í starfi eða starfsframa í ástríðu

 • Fjármálastöðugleika og frelsi

 • Heilbrigðan líkama, heilbrigðan huga  og heilbrigt hugarfar

 • Jákvæðar tilfinningar um frið, kærleika og gleði

 • Ótakmarkaða möguleika og tækifæri

Að vera trú/r í þinni persónulegu markþjálfun getur skapað varanlega umbreytingu á þínu lífi á einu sviði, mörgum sviðum eða öllum sviðum. Markþjálfun er miðuð að þínum þörfum, gildum, markmiðum og draumum. Markþjálfun hjálpar þér að efla og nota betur innri styrkleika, hæfileika, fjármagn og tækifæri sem þegar er fyrir hendi hjá þér.


Heilsa, hamingja og velgengni er þinn frumburðarréttur og þú hefur vald til að ná öllu þessu þrennu. Þú hefur getu til að vera, gera og hafa allt sem þú vilt. Þú hefur sjálsfvilja, fórn og frjáls val um að gera breytingar og úrbætur á þínu lífi. Markþjálfun leiðir þig í átt að ástríðu og draumum,  þannig að þú getur skapað líf sem þú þekkir og vilt.


Passar markþjálfun fyrir þig? - spurðu þig að þessu:

 • Viltu breyta og komast þaðan sem þú ert?

 • Viltu þróast og þroskast sem manneskja?

 • Viltu meiri ástríðu, tilgang og meiningu í því sem þú gerir?

 • Viltu betri tengsl og vera ánægðari almennt?

 • Viltu afla meiri peninga og hafa meira frelsi?

 • Viltu breyta þér og þinni stöðu?

 • Viltu finna sannleikann um mannlega reynslu og hvað raunverulega er að gerast ?

Hvað getur þú fengið út úr markþjálfun?

 • Vegakort í þínu lífi og að þínum markmiðum

 • Merkingu og tilgang í lífinu

 • Sjálfsstjórn og stefnu

 • Sjálfstraust og virðingu

 • Sjálfsvirðingu og jákvæða viðurkenningu

 • Heilbrigð tengsl við aðra

 • Framfarir í starfi og fjárhagslegu umhverfi

 • Vellíðan með varanlegri orku

 • Fullkomið frelsi, gleði og lífsfyllingu

 • Skýrleika á þínum gildum, meginreglum og siðferði

 • Innri frið, gleði og sælu

Comments


bottom of page