Markþjálfun skýrir þína stöðu, mótar þín markmið og setur leiðina
Markþjálfun er samstarfsferli þar sem faglegur aðili aðstoðar þig við að ná fjárhagslegum, faglegum og persónulegum markmiðum. Virkaðu aðstoðar við að greina viðskiptahugmyndir, móta framkvæmd á þeim og leggja grunn að aðgerðaráætlun. Virkaðu er umboðsaðili fyrir alþjóðlega leiðtogaþjálfun (sjá) sem skapar þér þá reynslu og þekkingu sem þarf.
Að vinna með með markþjálfa er eins og að vinna með íþróttaþjálfara. Hann aðstoðar þig við að setja markmið, greina þá þætti sem þarf í verkefnið, vinnur með þér aðgerðaráætlun, hvetur þig á leiðinni og og hjálpar þér að ná framförum.
Lífið á að vera upplifun og gleði
-
Trúnaður
-
Traust
-
Heiðarleiki
-
Stuðningur
Margir eiga við það að stríða að vera fastir í vinnu sem þeim líkar ekki, fastir í sambandi, fastir í lífinu eða öðru og komast ekkert áfram. Viðfangsefni markþjálfara er að losa um þetta og til þess notar hann ákveðna tækni, fjölda verkfæra og sérhæfða aðferðarfræði. Markþjálfi hvetur þig til að fara þangað sem þig langar að fara og finnur með þér bestu leiðina til að komast þangað.
Hvers vegna ættir þú að fara í markþjálfun?
-
Ertu á tímamótum í þinni vinnu eða persónulega lífi?
-
Viltu gera breytingar á þínu lífi en veist ekki hvar á að byrja?
-
Áttu þér markmið sem þú virðist aldrei geta náð?
-
Finnst þér allir aðrir ná meiri árangri en þú gerir?
-
Viltu upplifa breytingu á eigin lífsstíl og veist ekki hvernig best er að gera það?
-
Ertu að að laga þig að nýjum aðstæðum í vinnu eða sambandi?
-
Hefur þú misst vinnu eða vantar jafnvægi í lífinu?
-
Finnst þér þú hafa villst af leið eða glatað tilganginum í lífinu?
-
Kvartar þú mikið yfir tilteknum þáttum í þínu lífi?
-
Áttu erfitt með að einbeita þér eða taka ákvarðanir?
-
Finnst þér þú vera ótengd/ur lífinu í kringum þig
Markþjálfun er ákveðin aðferðarfræði sem gerir þig virkari, eflir þitt frumkvæði og hjálpar þér að koma þínum viðfangsefnum í framkvæmd.
Markþjálfi fer yfir markmið í hverju verkefni og finnur út hverju þú vilt ná fram með markþjálfun. Markþjálfi aðstoðar þig við að forgangsraða fyrirliggjandi markmiðum til að einbeita sér að því sem skiptir mestu máli. Þú þarf að greina vel eigin stöðu og markþjálfinn notar til þess spurningalista, kannanir, verkefni og önnur verkfæri til að finna styrkleika, gildi og tilgang. Síðan aðstoðar markþjálfinn þig við að þróa aðgerðaráætlun til að ná þeim árangri sem stefnt er að.
VIRKAÐU býður upp á markþjálfun, námskeið, fyrirlestra og vinnustofur fyrir aðila sem vilja ná meiri árangri og efla sína stöðu í lífinu. Það eru í raun engin takmörk, ef sterkur vilji er til staðar.
Við hjá VIRKAÐU aðstoðum þig við að nýta betur þína hæfileika og reynslu til að ná meiri árangri. Ef þú er opin/n og tilbúin/n að deila þínum hugsunum, löngunum og takmörkunum, þá nærðu meiri árangri. Markþjálfun hjá VIRKAÐU snýst um þig og er á þínum forsendum.