Sérhæfð markþjálfun fyrir eldra fólk

Mig langar að bjóða þér möguleika á að bæta þín lífsgæði og njóta efri áranna betur í góðu jafnvægi. Margir Íslendingar á Spáni standa frammi fyrir breytingum og nýjum áskorunum. Sem markþjálfi styð ég þig til að finna leiðir sem henta þér – hvort sem það er að styrkja sjálfstraust, finna nýjan tilgang, skapa nýja rútínu, finna meiri gleði í daglegu lífi eða bara að einfalda daglegt líf. Hafðu samband, fyrsta samtal er ókeypis. - Sími +354 8930014 og tölvupóstur gudmundur@gordon.is
Svona virkar þetta:
-
Þú hittir mig í eina klukkustund án endurgjalds og án skuldbindingar. Þú ákveður eftir þennan klukkutíma hvort þú vilt halda áfram.
-
Þér stendur síðan til boða að fara í NBI huggreiningu og/eða taka grunnpakka í markþjálfun þar sem við hittumst einu sinni í viku í samtals sex vikur gegn gjaldi. Þar greinum við þína stöðu, skoðum þær breytingar sem þú vilt ná fram og setjum upp aðgerðaráætlun til að ná þeim.
-
Að þessu loknu stendur til boða eftirfylgni samkvæmt samkomulagi.
Ég heiti Guðmundur G. Hauksson og er markþjálfi með grunnn- og framhaldsnám í markþjálfun frá Evolvia Advanced Coach Training, er umboðsaðili fyrir Gordon Training International, með réttindi sem LET samskiptaráðgjafi og vottaður sérfræðingur í NBI hugsniði. Held einnig úti vefsíðunni www.sidferdi.is
Ég hef lengi stundað menntun og fræðslu í lífsgæðum og fundið betra líf fyrir mig. Síðustu árin hef ég upplifað að vera eldri borgari og hvernig hægt er að nýta markþjálfun til betri lífsgæða á efri árum.
Sjáðu meira um mig.
Ef þú villt betri lífsgæði á efri árum, þá er þessi þjónusta fyrir þig - Sjá meira um þetta.
Markþjálfun getur hjálpað eldra fólki – jafnvel mjög mikið.
Hún snýst ekki bara um starfsframa eða markmið tengd vinnu, heldur fyrst og fremst um persónulega þróun, aukna vellíðan og að ná fram því sem einstaklingurinn vill í lífinu hverju sinni.
Fyrir eldra fólk getur markþjálfun t.d. stutt við:
-
Lífsfyllingu eftir starfslok – finna nýja tilgangi, áhugamál eða verkefni sem gefa gleði.
-
Sjálfsstyrkingu – styrkja sjálfstraust og jákvæða sýn á eigin möguleika, jafnvel þótt aldurinn færi breytingar.
-
Ný markmið – hvort sem þau snúast um heilsu, félagslíf, sköpun eða að læra eitthvað nýtt.
-
Jafnvægi og vellíðan – vinna með streitu, breytingar eða áskoranir sem fylgja lífskeiðinu.
-
Tengsl og samskipti – bæta samskipti við fjölskyldu, vini eða sjálfan sig.
Styrkur markþjálfunar er að hún byggist á framtíð og lausnum frekar en að kafa í fortíðina. Þannig getur hún verið hvetjandi og gefandi fyrir fólk sem vill nýta tímann vel, óháð aldri.
Hvernig virkar markþjálfun?
Markþjálfun er ákveðin aðferðarfræði sem gerir þig virkari, eflir þitt frumkvæði og hjálpar þér að koma þínum viðfangsefnum í framkvæmd.
Markþjálfi fer yfir markmið í hverju verkefni og finnur út hverju þú vilt ná fram með markþjálfun. Markþjálfi aðstoðar þig við að forgangsraða fyrirliggjandi markmiðum til að einbeita sér að því sem skiptir mestu máli. Þú þarf að greina vel eigin stöðu og markþjálfinn notar til þess spurningalista, kannanir, verkefni og önnur verkfæri til að finna styrkleika, gildi og tilgang. Síðan aðstoðar markþjálfinn þig við að þróa aðgerðaráætlun til að ná þeim árangri sem stefnt er að.
VIRKAÐU býður upp á markþjálfun, námskeið, fyrirlestra og vinnustofur fyrir aðila sem vilja ná meiri árangri og efla sína stöðu í lífinu. Það eru í raun engin takmörk, ef sterkur vilji er til staðar.
Við hjá VIRKAÐU aðstoðum þig við að nýta betur þína hæfileika og reynslu til að ná meiri lífsgæðum. Ef þú er opin/n og tilbúin/n að deila þínum hugsunum, löngunum og takmörkunum, þá nærðu að lifa betra lífi. Markþjálfun hjá VIRKAÐU snýst um þig og er á þínum forsendum.

