top of page

Markþjálfun fyrir eldra fólk

  • Writer: Guðmundur G. Hauksson
    Guðmundur G. Hauksson
  • Sep 21
  • 2 min read

Updated: Sep 25


ree

Margir upplifa á eldri árum tómleika og tilfinningu um að lífið sé ekki nógu innihaldsríkt og gefandi. Sumir geta jafnvel verið í góðri stöðu fjárhagslega og í góðu sambandi við fjölskyldu og vini, en eitthvað vantar.


Góð byrjun til að laga þetta gæti  verið að setjast niður og greina stöðuna, setja sér svo markmið um það sem þú vilt breyta inn í framtíðina og stilla síðan upp aðgerðum til að breyta stöðunni og ná þessum markmiðum.


Hvernig gerir maður þetta?


Þarna getur markþjálfun verið afar gagnleg. Markþjálfun getur hjálpað þér að skýra hver þú ert, hver þín gildi eru, hver þín framtíðarsýn er og hvers konar lífi þig langar að lifa. Þá getur markþjálfun veitt þér stuðning og styrk í að gera áætlun og taka þau skref sem þarf til að komast þangað.


Þegar þú vinnur með markþjálfa lærir þú hvað þú hvað þú þarft að gera eða ekki að gera, til að ná þínum markmiðum um betri lífsgæði. Þú getur á einfaldan hátt séð hvers vegna hlutirnir eru eins og þeir eru og hvað þú þarft að gera öðruvísi til að ná betri niðurstöðu. Markþjálfinn þinn og þín persónulega áætlun leiðbeina þér að þínum markmiðum um betri lífsgæði.


Þín markþjálfun er sérhönnuð að þínum óskum, þörfum og markmiðum. Þitt líf er þitt ferðalag og þú og markþjálfinn þinn eru einfaldlega saman í þessu til að ganga úr skugga um að þú sért að lifa því lífi sem er rétt fyrir þig. Allt er mögulegt með þinni eigin orku, þú þarft bara að beina henni í rétta átt.


Passar markþjálfun fyrir þig? - spurðu þig að þessu:

  • Viltu breyta því hvernig lífið er í dag?

  • Viltu þróast og þroskast sem manneskja?

  • Viltu meiri ástríðu, tilgang og meiningu í því sem þú gerir?

  • Viltu betri tengsl og vera ánægðari almennt?

Hvað getur þú fengið út úr markþjálfun?

  • Vegakort í þínu lífi og að þínum markmiðum

  • Merkingu og tilgang í lífinu

  • Sjálfsstjórn og stefnu

  • Sjálfstraust og virðingu

  • Aukna jákvæða viðurkenningu

  • Heilbrigð tengsl við aðra

  • Frelsi, gleði og lífsfyllingu

  • Skýrleika á þínum gildum, meginreglum og siðferði

  • Innri frið og gleði

 
 
 

Comments


bottom of page