top of page
68508427_2471812642908852_24004003477774

Guðmundur G. Hauksson 

  • Frumkvöðla- og leiðtogamarkþjálfi - grunnnám og framhaldsnám frá Evolvia Advanced Coach Training

  • LET leiðbeinandi frá Gordon Traning International

  • Vottaður sérfræðingur í NBI hugsniðsgreiningum.

Treystu innsæinu og
ég mun styðja þig alla leið

Guðmundur G. Hauksson

Framför - félagasamtök         framkvæmdastjóri

Gordon Training Iceland       framkvæmdastjóri
Ásafl                                        sölu- og markaðsstjóri

Merkurpoint                           sölu- og markaðsstjóri

Kaptio                                     sölustjóri

Vélsmiðja KÁ                          framkvæmdastjóri

Broadway                               sölu- og markaðsstjóri
Mjólkárvirkjun                        stöðvarstjóri

Bílaumboðið                          markaðsstjóri

Vélar og þjónusta                  sölustjóri

Hamar ehf​                              sölustjóri 

Stjórn ICF Iceland

Stjórnvísi - fagráð markþjálfa

Stjórn félags markþjálfa                       

Stjórn Höfuðborgarsamtakanna

Stjórn Samtaka um betri byggð

Stjórn Miðbæjarfélags Reykjavíkur

Stjórn Frjálsíþróttaráðs Reykjavíkur

Form. Miðborgarsamt. Reykjavíkur

Form. Íþróttafélagsins Fjölnis 
Form. íbúasamtaka Grafarvogs

Form. skólanefndar Auðkúluhrepps

Settu þín eigin viðmið og vertu með á hreinu hvað þú stendur fyrir. Ég eyddi stórum hluta ævinnar í að hlusta á aðra mæla mig og meta. Stundum fannst mér þessar umsagnir meiða mig og samt virkaði ég sjálfsagt oft með mikið sjálfstraust en á bak við það gat verið brotinn hugur með brostnar vonir.

Ég var greindur með krabbamein árið 2011 og var þá svo lánsamur að kynnast markþjálfun og í gegnum það nám lærði ég að byggja upp heilbrigt sjálfstraust og leggja grunn að jákvæðari sýn á sjálfan mig. Ég kynntist líka hugmyndafræði Gordon Training International í leiðtoga- og samskiptafærni og er í dag umboðsaðili fyrir Gordon Training International á Íslandi. Þetta skilaði mér grunni að nýjum starfsferli.

 

Í dag upplifi ég mig sem öfluga persónu byggt á eigin forsendum og viðmiðunum. Ég stjórna mínum tilfinningum betur og hef lært að dvelja ekki í slæmum hugsunum. Í dag er ég ekki eins viðkvæmur fyrir gagnrýni og athugasemdum og lít meira á það sem eithvað til að gera mig enn  betri. Í dag hlusta ég vel á fólk sem gerir athugasemdir um mig og met hvort ég geti notað þær til að bæta mig.

 

Hvað hefur svo raunverulega breyst? Ég er ennþá sami aðilinn en er orðinn öflugri með því að byggja upp betri tilfinningastjórnun og læra að dvelja meira í núvitund. Í dag rek eigið fyrirtæki í mannauðsmálum, er mikið í markþjálfun og upplifi ánægju á hverjum degi.

 

Það sem gefur mér mest er að sjá aðra vaxa. Í dag er ég að einbeita mér að stuðningi við frumkvöðla og fólk sem langar að gera meira og setja eithvað nýtt í gang. Fólki sem langar að leggja grunn að nýju og spennandi umhverfi til að skapa sér betri framtíð. 

bottom of page