top of page

Fylgdu þínu innsæi!


Innsæið okkar er mikilvægt. Allt mitt líf hef ég oft heyrt fólk segja "Fylgdu innsæinu þínu." Ég verð að viðurkenna, að þegar ég horfi til baka vissi ég aldrei raunverulega hvað þetta þýddi.


- Mér var kennt að nota höfuðið og hugsa rökrétt um hluti.

- Mér var kennt að nota sjónarhorn og meta hlutina eftir þeim,   áður en ákvarðanir væru teknar.

- Mér var líka sagt að fylgja hópnum og gera það sem aðrir gera.


Ég sé núna að mín sjálfsstjórn var úr takti við mitt sanna sjálf, mína ástríðu, tilgang og köllun. Ég sé núna hvað það þýðir að fylgja raunverulega sínu innsæi og hvers vegna það er svo mikilvægt.


Þitt rétta viðmið er fylgja þínu innsæi. Ef þú vilt virkilega fylgja þinni ástríðu, tilgangi og köllun og tengja þig við hamingju og velgengni, fylgdu þá innsæinu þínu.

Kastaðu rökunum.  Þitt rétta viðmið er fylgja þínu innsæi. Ef þú vilt virkilega fylgja þinni ástríðu, tilgangi og köllun og tengja þig við hamingju og velgengni, fylgdu þá innsæinu þínu. Finndu í hjarta þínu það sem þér líður vel með og hvað er rétt. Kastaðu rökunum út um gluggann. Skipulagsleg og raunhæf hugsun byggir á huglægu sjónarhorni og getur ekki sýnt þér stóru myndina. Þitt innsæi er betur tengt þinni alhliða upplýsingaveitu, getur gefið þér nákvæmara mat og þínar hugsanir hjálpa þér síðan til að sjá svarið.


Verti í þínum takti. Þegar þú ert í takt við þitt sanna sjálf, lifir þú lífinu auðveldar og betur. Þá er minni barátta, allt er réttara, allt gengur betur og ný tækifæri koma stöðugt upp. Þegar þú ert ekki í þessum takti, finnurðu að þú ert að þvinga hluti, ert í átökum til vinstri og hægri og allt sem þú ert að gera er svo erfitt. Þegar þú hunsar insæi þitt, færðu hlykkjótta vegi og allt ferðalagið verður lengra og erfiðara, þangað til þú ferð að hlusta. Til að auðvelda þetta og fara eftir beinni línu, verður þú að fylgja þínu innsæi.


Þú átt að fylgja þínu innsæi í gegnum lífið.

Þínar tilfinningar eru þitt innsæi. Þú átt að fylgja þínu innsæi í gegnum lífið. Þú getur bókstaflega spurt sjálfa/n þig : "Hvað er mitt innsæi að segja mér? " og þú gefur því gaum sem þér finnst rétt. Ef þú verður ónæm/ur fyrir hlutum, eða ergileg/ur og auðveldlega svekkt/ur, er innsæið þitt að segja nei, ekki gera svona. Ef þú ert ánægð/ur, með fullt af jákvæðum tilfinningum, er líkami þinn að slaka á og allt þitt innsæi er að segja já með þessum hætti. Það er auðvelt að ruglast í sinni ákvörðun um að vera, gera eða hafa eitthvað, þegar rétt svar kemur ekki fram. Þú verður að vera sterk/ur og þrauka í gegnum þetta í þinni leit að þínum markmiðum. Það getur verið erfitt að greina á milli hindrana á leiðinni og táknum sem segja þér að snúa við. Þess vegna er svona mikilvægt að hlusta á innsæið og finna þennan mun á venjulegri hindrun og tákni sem segir þér að snúa við.


Samantekt: Ef þú efast alltaf um leiðina sem þú ert að fara eða þá ákvörðun sem þú ert að taka, spurðu þá innsæið. Það gefur þér svar strax og þú veist um leið að það er rétt. Þú verður bara að muna að spyrja og síðan að hlusta á þetta innra leiðsögukerfi, þitt innsæi.


Markþjálfi hjá Virkaðu, leitast við að vera hlutlaus hlustandi og skapa umhverfi þar sem þú getur talað frjálslega um þær breytingar sem þú óskar eftir og það val sem þú hefur. Markþjálfun veitir stuðning, leiðsögn, ábyrgð, hvatningu, innsæi, ný sjónarmið, staðfestingu og samúð. Markþjálfun færir þér tæki, tól og nauðsynlega þekkingu fyrir þig til að gera breytingar og ná markmiðum þínum.


Virkaðu býður persónulega markþjálfun, námskeið á netinu, vinnustofur, stuðningsspjall til að tengja sig betur við aðra í umhverfinu og stuðning, leiðsögn og ábyrgð við að tryggja að þú sért ávallt í takt við ástríðu þíns lífs og tilgang.

Comments


bottom of page