Upplýsingar um hvernig þú getur verið trúr sjálfri/um þér með persónulegri markþjálfun.
Markmiðið er að efla þína vitund og þín jákvæðu áhrif, hjá ástvinum þínum, í samfélaginu og annarstaðar. Þegar einn aðili rís hærra með ást, staðfestingu, friði og aukinni meðvitund, fá aðrir meiri áhuga á persónulegum þroska og samsköpun.
Tilgangurinn - að vera sjálfrum/ri sér trúr er að leyfa sér að uppgötva mestu þekkingu sinnar eigin mannlegrar reynslu, þannig að þú getir tengt þig við þína æðstu meðvitund og hið sanna eðli þinnar tilveru. Tilgangurinn er að vitir að þú ert frjáls og hafir endalausa möguleika til að lifa í heilshugar þakklæti, gnægð, gleði og velsæld. Tilgangurinn er að vera, gera og hafa allt sem þú vilt. Þetta er mögulegt og þú hefur getu til að upplifa það.
Hvað þýðir það að sjálfum/ri sér trú/r?
Þessi frasi “að vera sjálfum sér trú/r” merkir það sem þú vilt hann þýði. Að vera sjálfum sér trú/r er að tjá sitt sanna eðli sem þú vilt hafa í gegnum lífið. Að vera sjálfum sér trú/r er að finna sína náttúrulegu hæfileika, áhugamál og köllun og skapa tilgang og merkingu úr því. Að vera sjálfum sér trú/r er að fylgja innri tilfinningu og tjá það út á við.
Hvers vegna er mikilvægt að vera sjálfum sér trú/r? Að vera sjálfum sér trú/r er að vera í takt við, hver þú ert, þín gildi og þinn vilja, það sem gerir þig ánægða/n, það sem hvetur þig og það sem ýtir við þér. Það er ástríða, tilgangur og staður innra með þér sem ekki er hægt að fylla með neinu utanaðkomandi. Ef þú ert ekki tengd/ur við þetta innra umhverfi, muntu stöðugt eyða lífinu í að leita að einhverju að utan, en alltaf upplifa tilfinninglegt tóm. Að vera sjálfum sér trú/r er er meðvitað ferðalag þar sem þú velur að gera það besta úr öllum aðstæðum
Hvernig veit ég hvort ég er sjálfum mér trú/r? Það eru til nokkrar leiðir til að ákvarða þetta. Í grundvallaratriðum, þegar þú ert sjálfri/um þér trú/r og fylgir þinni lífsleið mun þér líða vel.
Hvernig veit ég hvort ég er sjálfum mér trú/r? Það eru til nokkrar leiðir til að ákvarða þetta. Í grundvallaratriðum, þegar þú ert sjálfri/um þér trú/r og fylgir þinni lífsleið mun þér líða vel. Það er í þínu eðli að líða vel. Í raun eru tilfinningar þínar loftvog sem leiðir ferðina áfram að því sem er gott. Spurðu þig þessara spurninga til að fá tilfinningu fyrir hversu sannur/sönn þú ert sláfri/um þér núna?
Hvað stórum hluta af mínum tíma líður mér vel með sjálfa/n mig, mín sambönd, minn starfsferil og mitt líf? Er þetta ásættanlegt hlutfall eða ég gæti gert betur?
Elska ég það sem ég er að gera og skapa ég tíma fyrir það sem ég elska?
Eru mín sambönd að fylla mig af lífi, hjálpa mér að læra og vaxa og færa mér hamingju og ást?
Er minn feril að byggja mig upp og gefa mér merkingu eða hefur hann tæmt og sogið úr mér lífið?
Er ég að drukkna í skuldbindingum, væntingum, þrýstingi og ábyrgð sem er að koma annars staðar frá eða hef ég stjórn á mínu lífi og geri það sem ég vil/l 100 % af mínum tíma?
Upplifi ég byltingarkennda hluti á hverjum degi, uppgötva ég nýja möguleika/tækifæri á hverjum degi og er ég algjörlega alveg undrandi og uppnuminn með lífið?
Er fólk að elska að vera í kringum mig og njóta minnar orku og nærveru?
Hversu mikið gildi gef ég sjálfum mér, öðrum og heiminum? Er þetta að gera mikið fyrir mig?
Er ég heilbrigð/ur, ötul/l, jákvæð/ur, full/ur af lífi og bý við fullkomið þakklæti?
Er ég að skapa mitt líf, uppfylla örlög eða er ég að bregðast við lífinu?
Þekktu eigin orku. Þú færð stig þegar þú ert sannur/sönn í þinni daglegu niðurstöðu og nærð fram bestu atburðarás hverju sinni. Þegar þú ert að lifa þína drauma og draumar þínir eru að þjóna öðrum. Þetta getur verið eins einfalt eða flókið og þú vilt. Ferðalag okkar allra er mismunandi og allir hafa mismunandi köllun og framtíðarsýn. Að vera sjálfum sér trú/r þýðir einfaldlega að þú ert meðvituð/aður um eigin orku, hæfni og frjálsan vilja til að velja hvað þú vilt vera, gera og hafa og ennfremur að þú heldur sífellt áfram að nota meginreglur alheimsins samkvæmt þinni hugsjón um þitt eigið líf.
Hver er leiðin að því að vera sjálfum sér trú/r? Ferlið er einfalt, það þarf meðvitaðan ásetning og daglega þjálfun til að læra að móta sífellt meiri velgengni, aukna sjálfsþekkingu og fylgja reglu um að efla frjálsan vilja. Það er hluti af mannlegu umhverfi að uppgötva sjálfan sig, sína leið og nota meðvituð áform og frjálsan vilja til að gera allt mögulegt.
Virkaðu býður persónulega markþjálfun, námskeið, vinnustofur og stuðningsspjall til að tengja sig betur við aðra í umhverfinu og stuðning, leiðsögn og ábyrgð við að tryggja að þú sért ávallt í takt við ástríðu þíns lífs og tilgang.
댓글