Hver ert þú?
Ertu sátt/ur við það sem þú ert?
Hver eru þín gildi og fyrir hvað stendur þú?
Hefurðu náð árangri sem þú ert sátt/ur við?
Ertu alltaf að reyna, en ekkert gengur?
Ef staðan er þannig að þú vilt ná lengra og afreka meiru, þá þarf að setjast niður og greina umhverfið.
- Hvers vegna ertu ekki kominn lengra?
- Hvers vegna hafa markmiðin ekki náðst?
Hvert villtu fara og hvers vegna? Þegar þú hefur ákveðið hvert þú villt fara, þá þarftu að skoða hvers vegna þig langar að fara þangað.
Markmiðið: Næsta skref er að velta fyrir sér hverju þú villt ná fram. Hvert villtu fara og hversvegna? Þegar þú hefur ákveðið hvert þú villt fara, þá þarftu að skoða hvers vegna þig langar að fara þangað. Hvaða þættir eru það sem skipta mestu máli um að þú komist þangað?
Hvernig er markmiðið: Taktu góðan tíma í að hugsa um það sem þig langar að ná fram. Hvernig mun þér líða þegar þú nærð þangað? Hvar verður þú og með hverjum? Hvernig er að upplifa að vera þar? Tengist þessi árangur einhverjum öðrum, svo sem maka, börnum, fjöldskyldu, vinum, starfsfélögum eða öðru samferðafólki á lífsleiðinni? Ef þú ættir að búa til mynd af þessu augnabliki, hvernig mundi hún líta út? Er þetta mynd af ákveðnu umhverfi og hvernig birta væri þá í þessu umhverfi? Hver er með þér þarna? Hvernig er lyktin? Hvernig líður þér?
Aðgerðaráætlunin: Þegar þú ert búin/n að greina umhverfið þar sem þú villt vera, þá er næsta skref að skoða hvað þú hafir gert til að komast þangað. Hverju breyttir þú? Hvað gerðir þú? Hvenær gerðir þú þetta? Gerðir þú þetta allt sjálf/ur? Það er gott að skrifa þetta allt niður, hvern einasta þátt sem dettur upp í hugann og tengist þessari leið þinni. Þú getur til dæmis notað gula miða, einn fyrir hvert atriði sem þér dettur í hug. Þegar þú hefur sett alla þessa aðgerðaþætti niður á gula miða, flokkarðu þá niður í tímaröð frá þeim fyrsta til þess síðasta. Síðan skrifarðu niður tíma (vika, mánuður, ár) á hvern miða. Hugsanlega þarftu að endurraða miðunum í þessu og það er í góðu lagi.
Nú ert þú komin/n með markmið og aðgerðaráætlun um það hvað þú þurfir að gera til að komast þangað.
Leiðin: Nú ert þú komin/n með markmið og aðgerðaráætlun um það hvað þú þurfir að gera til að komast þangað. Þú ert komin/n með lýsingu á öllum þeim aðgerðum sem þarf að framkvæma og tímasetningu um hvenær hver aðgerð á sér stað. Þetta er fullkominn leið að þínu markmiði og leiðarvísir að því sem þú villt ná fram. Það eina sem þú þarft að gera er að fara eftir þessum leiðarvísi.
Öll hin málin: Þú átt þér örugglega löngun um að ná einhverju fleiru fram sem þig langar. Þá tekur þú það mál og setur í sama fasa. Kannski ertu með mörg önnur mál sem þig langar að ná að framkvæma og þú setur þau einnig í sama farveg. Þú getur meira segja keypt A3 blað eða pappírsrenning og sett upp á það tímalínu frá vinstri til hægri og skipt þessu upp eftir vikum eða mánuðum. Síðan setur þú frá ofan og niður vinstra megin lista yfir þau mál sem þú hefur tekið fyrir og raðar síðan gulu miðunum í hverju máli í rétta viku eða mánuð. Þannig færðu samantekt í hverrri viku eða mánuði hvað þú þurfir að gera í hverju máli.
Mundu að fagna árangrinum: Settu þetta upp á vegg og náðu ákveðinni festu í að skoða á hverjum morgni, fyrir hvern dag, hverja viku og hvern mánuð þær aðgerðir sem eru á gulu miðunum og spyrja sjálfa/n þig – hvað get ég gert af þessu í dag? Þá mun þetta rúlla upp hjá þér og öll þín markmið nást fram. Mundu bara að setjast niður þegar þú hefur náð hverju markmiði og njóta þess að upplifa árangurinn.
Virkaðu býður persónulega markþjálfun, námskeið, vinnustofur og stuðningsspjall til að tengja sig betur við aðra í umhverfinu og stuðning, leiðsögn og ábyrgð við að tryggja að þú sért ávallt í takt við ástríðu þíns lífs og tilgang.
Comentários