top of page

Lifðu lífinu á eigin forsendum


Þetta er þitt val. Þú hefur frjálsan vilja og frjálst val um að breyta þínu lífi og að hafa áhrif á heiminn. Þú hefur getu og vald til að bæta þitt líf, sama hvar þú ert núna. Þú ert sú/sá eina/i sem getur skipt sköpum í eigin lífi. Þetta getur verið erfið ábyrgð að takast á við, en það er líka gott að geta stjórnað eigin umhverfi. Þú ert eins frjáls eins og þinn hugur leyfir þér að vera. Þú ert eins frjáls og þú velur að vera. Þetta frelsi kemur frá einum stað, þínu innra sjálfi.



Veldu það líf sem þú vilt! Við hjá Virkaðu vinnum með þér í að "vera þú sjálf/ur" Hvað það þýðir að "vera þú sjálf/ur" er eitthvað sem þú getur bara svarað sjálf/ur. Það hafa allir sinn tilgang í lífinu sem byggt er á eigin eldmóði, áhugamálum, kunnáttu og hæfileikum. Þegar þú hefur stillt þína ástríðu og hæfileika flæðir þú áfram í þínum tilgangi lífsins. Það er frá þessu ástandi eigin vitundar sem þú upplifir kraftaverk og undur lífsins. Það er sú staða að þú sért frjáls til að lifa lífinu á þann hátt sem þú vilt.

Helsta orsök persónulegra vandamála og persónulegrar baráttu er að vera úr takti við sitt sanna sjálf. Þitt sanna sjálf er síðan sjálfstæð skilgreining af sjálfum/ri þér, sem einkennist af eigin gildum, siðferði, löngunum, markmiðum og draumum.

Vertu í takti við þitt sanna sjálf. Helsta orsök persónulegra vandamála og persónulegrar baráttu er að vera úr takti við sitt sanna sjálf. Þitt sanna sjálf er síðan sjálfstæð skilgreining af sjálfum/ri þér, sem einkennist af eigin gildum, siðferði, löngunum, markmiðum og draumum. Ef þú ekki ert tend/ur við þitt sanna sjálf eða hefur misst tengsl við sjálfan þig, missir þú sjónar á því hver þú ert og hvert þú ert að fara. Að vera í þessu ástandi er að vera fjarverandi, með sjálfstýringu á sínu ytra umhverfi og þá mun þitt umhverfi ekki alltaf endurspegla það líf þú vilt hafa.


Vertu í þínu sanna sjálfi. Á einhverjum tímapunkti í lífinu stíga margir óafvitandi burt frá sínu sanna sjálfi og um leið sönnum tilgangi lífsins. Þetta getur verið vegna skorts á sjálfskoðun eða sjálfsmeðvitund, en getur einnig verið vegna áhrifa og truflana í samfélaginu. Þetta getur verið frá félagslegu umhverfi, fjölmiðlum eða vegna áhrifa frá efnislegum þáttum eða að hafa glatað því hvað það þýðir að vera hamingjusöm/samur og árangursrík/ur.


Taktu þátt í að breyta heiminum. Þar sem við erum hluti af samfélagi, er það ekki okkar köllun að hafna eða gagnrýna samfélagið, né heldur er það okkar köllun að samþykkja ómeðvitað okkar samfélag, heldur er það okkar köllun að vakna, uppgötva okkar ástríðu og tilgang og hjálpa mannkyninu í samfélaginu að þróast sem heild. Aðstæður á heimsvísu og í okkar samfélagi, krefjast ólíkra breytinga sem þurfa að byggja á innihaldsríku og ástríðufullu lífi í þínu eigin umhverfi.


Líf sem er uppfyllandi og með meiningu hefst með vali um að "vera trú/r sjálfum sér.

Vertu trúr sjálfum/ri þér. Líf sem er uppfyllandi og með meiningu hefst með vali um að "vera trú/r sjálfum sér." Allt sem þú villt í lífinu kemur frá þínu innra sjálfi. Byggt á þessu innra sjálfi getur þú verið sannur við aðra og við umheiminn. Við erum öll eitt og samtengd eins og einn aðili. Sérhver ákvörðun sem þú tekur, hefur áhrif á þig og allt í kringum þig. Eina leiðin til að bæta eigið líf og hafa áhrif á heiminn í kringum sig, er að velja að vera sjálfum þér trú/r.


Finndu það sem býr innra með þér. Hjá okkur í Virkaðu lærir þú að friður, hamingja og lífsfylling býr innra með þér og til að upplifa þetta að utan, verður þú fyrst að uppgötva sjálfa/n þig að innan. Með meðvituðu vali og venjum getur þú endurmenntað heilann til að samræma þig við þitt innra sjálf sem tryggir að þín orka og þín eigin viðleitni eru skilvirkustu þættirnir til að nota í þinni leit að heilbrigði, hamingju og velgengni.


Virkaðu býður persónulega markþjálfun, námskeið,  vinnustofur og stuðningsspjall til að tengja sig betur við aðra í umhverfinu og stuðning, leiðsögn og ábyrgð við að tryggja að þú sért ávallt í takt við ástríðu þíns lífs og tilgang.

bottom of page